Komið þið sæl og verið hjartanlega velkomin/n !
Ótrúlega gaman að sjá ykkur hér og vil ég þakka ykkur fyrir að hafa komið mér á þennan stað. Staðreyndin er sú, að ég er hér þökk sé ykkur. Óendanlega mikill stuðningur, hlustun og dreyfing þáttana, þetta er allt á ykkur. Svo ég vil segja, eitt stórt TAKK!
Í þessu fyrsta bloggi langaði mig bara aðeins að heilsa ykkur, og þakka ykkur fyrir að vera hér. En í framtíðinni mun ég deila með ykkur ljósmyndum, aukaefni þegar kemur að málunum sem ég tek fyrir og aðrar pælingar, sem eiga heima hér á illverk.is. Það er einnig á dövinni að fá inn gestabloggara. Einstaklingar sem hafa unun að því að leita sér heimilda um hin ýmsu glæpamál og mun ég bjóða þeim þennan vettvang fyrir skrifin sín.
Ég get ekki sagt annað en ég sé að kafna úr spennu yfir þessu öllu saman. Hérna getið þið orðið áskrifendur af aukaefni, fyrir 990kr á mánuði. En í aukaefnis pakkanum munu vera þrír þættir í fullri lengd og svo kafli úr bókinni milli illverk, sem ég hef verið að skrifa. Ég elska að geta veitt ykkur meira. Fleiri mál, fleiri upplýsingar og ég mun geta gefið mér meiri tíma í þetta allt saman.
Ég held ég segi þetta gott að þessu sinni, þangað til næst … þið þekkið þettaí guðana bænum forðist öll illverk, nema þetta podcast.

Hæ
Til hamingju með Illverk
🤗
Takk fyrir yndis
GEGGJUÐ!!! Til hamingju með síðuna og takk fyrir þitt göfuglega starf ♡ hendi í áskrift á morgun. Pís, rokk og ról 🤘
Vúhú, rock’n roll, eina vitið!! Takk meistari kv Inga
Stolt af þér! Spennt að fá fleira efni !!
Þúsund þakkir mín kæra Kristín <3 Kv Inga
Geggjað Podcast, frábært þar sem ég vinn við að keyra traktor allt sumar. Þúsund þakkir.