Need A Player Agent


Fylgdu Illverk á samfélagsmiðlum!

Eru raðmorðingjar afrakstur erfða eða umhvefis?

Áhuginn á því óþekkta og óskiljanlega hefur alltaf verið til staðar, þar á meðal má finna raðmorðingja og hvað fær þá til að gera það sem þeir gera. Heimildarmyndir, hlaðvörp og veraldarvefurinn hefur gert það svo að aðgengi fólks að upplýsingum um þetta hræðilega fyrirbæri verður meiri og meiri eftir því sem tíminn líður.

Hvort sem það er frá sálfræðilegu sjónarhorni, félagslegu sjónarhorni eða bara af hreinni forvitni er það óneitanlega áhugavert að velta því fyrir sér hvernig í ósköpunum nokkur maður gæti framið glæpi, líkt og þá sem margir af frægustu raðmorðingjum hafa framið og það oftar en einu sinni. Raðmorðingjar eru mismunandi í hegðun, æska þeirra og uppeldi mismunandi og það sem drífur þá áfram mismunandi.

Hvað það er sem er í raun orsök þessara hegðunar er ekki vitað, en það er margt sem bendir til þess að sálfræðilegir þættir eiga mikinn hlut í því. Almenningur telur morðingja einstaklinga sem eru illir í gegn, eða einstaklinga sem eru það skemmdir að þeir gætu ómögulega lifað í návist okkar. Þó er því haldið fram af prof. Grabarino, sem eyddi tuttugu árum í að taka viðtöl við og rannsaka morðingja, að flestir morðingjar hafi upplifað ómeðhöndlaða áverka í æsku. Áverkar skipta miklu máli í þessu samhegi, en oft sér almenningurinn ekki þann hluta.

Almennt um raðmorðingja

Samkvæmt skilgreiningu FBI telst einstaklingur til raðmorðingja ef hann fremur að minnsta kosti þrjú morð á meira en mánuði, með kælingartímabili þar sem hann myrðir ekki í að minnsta kosti tvær vikur á milli morða. Þegar fólk hugsar um raðmorðingja, ímyndar það sér oftast manneskju ólíka okkur; hún hagar sér öðruvísi, hún er einfari, hún býr ein og tengir lítið við heiminn í kring um sig. Þetta er þó fjarri frá raunveruleikanum.

Margir raðmorðingjar lifa sýnilega góðu lífi, eiga fjölskyldur, búa í góðum hverfum, vinna í góðu starfi og blandast fullkomlega inn í umhverfið. Mikið magn af raðmorðingjum hafa mjög góða takta þegar kemur að því að blekkja fólk. Jafnvel þegar þeir hafa verið teknir fast og dæmdir til lífs í fangelsi eiga þeir til að koma sér út. Sumir þeirra eru siðblindir, en aðrir hrífandi og eiga gott með að tala sig úr ýmsum aðstæðum.

Þegar þessir morðingjar hafa verið handteknir blekkja þeir fangelsisstarfsfólk og sálfræðinga/lækna svo vel að fólk fer að trúa því að þeim hafi batnað, og að þeir séu tilbúnir til þess að fara aftur út í samfélagið. Mörg dæmi af slíkri hegðun eru til. Raðmorð hafa verið til lengur en nokkrum gæti órað, þó fyrirbærið hafi ekki fengið nafn fyrr en árið 1981. Raðmorð eru til á skrám frá miðöldum í Englandi, Þýskalandi, Ungverjalandi og Ítalíu.

Þekktu mál raðmorðingja hafa þó farið hátt rísandi frá 19. öld, sérstaklega í Evrópu, en það er líklega vegna nýjunga í tækni lögreglumanna og fréttamanna frekar en að þeir séu að aukast við. Á 20 öldinni byrjuðu raðmorðingjar og sögur þeirra að fá töluverða athygli í fjölmiðlum. Það var einnig á þeim tíma sem margir þeirra fengu á sig hræðileg gælunöfn, sem viðhefst enn þann dag í dag.

Áhrif erfða á raðmorð

Það er margt sem erfðir hafa áhrif á; Hvernig þú lítur út, hvernig röddin þín er og hvaða augnlit þú hefur. Nýlegar rannsóknir á erfðum hafa bent til þess að erfðir hafi í raun áhrif á hvernig einstakling gengur í skóla, hver greindavísindartala einstaklings er og hversu góður einstaklingur er í að lesa. Hinsvegar ráða gen ekki öllu.

Það eru margar góðar rannsóknir sem benda til þess að umhverfið einstaklings setji stórt strik á hver einstaklingur er og hvern hann mótast í. Orsakir geðsjúkdóma eru því enn ráðgáta og við höfum ekki ennþá fengið fullnægjandi svar við því hvort geðsjúkdómar séu afrakstur erfða eða umhverfis, þó það sé nú hægt að ganga að sumu sem því tengist vísu. Í bók frá Dr. Adrian Raine, The Anatomy of Violence, útskýrir hann að erfðir og umhverfi vinna saman til þess að ýta undir ofbeldishneygð.

Áhrif uppeldis á raðmorðingja

Margir raðmorðingjar eru mjög óöruggir einstaklingar, sem hafa óstjórnandi hræðslu við höfnun. Þeir drepa því til þess að þeim verði ekki hafnað. Í mörgum tilvikum virðist þessi ótti við höfnun stafa af því að móðir þeirra yfirgaf þá í barnæsku. Frægir raðmorðingjar á borði við David Berkowitz, Ted Bundy og Joel Rifkin voru allir yfirgefnir eða þeim hafnað af mæðrum sínum. Sumir raðmorðingjar, á borði við Ed Kemper, hafa verið misnotaðir, beitt ofbeldi og jafnvel pynt af mæðrum sínum.

Í rannsókn sem gerð var árið 2005 í Radford University var skoðað tengingu á milli fimmtíu raðmorðingja og áhrif ofbeldis í uppeldi. Í þeirri rannsókn kom í ljós að tölurnar voru mjög háar á meðal raðmorðingja, og mun hærri en á meðal annara morðingja eða glæpamanna.

Tölurnar hljóða svo; 36% af raðmorðingjum upllifðu líkamlegt ofbeldi í barnæsku, 26% þeirra upplifðu kynferðisofbeldi í barnæsku og 50% þeirra upplifðu andlegt ofbeldi í barnæsku. Ekki öll vanrækt börn verða raðmorðingjar, og ekki allir morðigjar eru afleiðing ofbeldis/vanrækslu. Þó er ekki hægt að líta fram hjá tengingu þessa tveggja þátta. Samkvæmt Dr. Adrian Raine, afbrotafræðings, hafa bæði erfðafræðilegir og uppeldisfræðilegir þættir áhrif á sköpun morðingja.

Raðmorðingjar sem hafa orðið fyrir ofbeldi í barnæsku reyna allt sitt líf að finna leið til þess að forðast sársaukafull sambönd við aðra, og þá sérstaklega ef það eru ástarsambönd. Þessi mikla hræðsla við höfnun sem hefur vaxið í morðingjanum frá barnæsku vex svo mikið að í lokin finnst honum þægilegri hugsun að losa sig bara við einstaklinginn, frekar en að gefa honum tækifæri til þess að hafna sér. Með því að losa sig við/myrða einstaklinginn, er morðinginn með stjórnina að hans mati, og þá ekki hægt að niðurlægja hann með höfnun.

„Kannski er það ekki að raðmorðingjar séu skapaðir, heldur að meirihluti okkar sé óskapaður, með góðu uppeldi og félagsmótun. Það sem situr eftir eru þessar ósamfélagslegu verur, með þessa getu til að ráðast á og drepa” – J.O. Conroy

Höfuðhögg

Mikið hefur verið rætt um það hvort höfuðhögg hafi áhrif á geðsjúkdóma og þá sérstaklega í tilfelli raðmorðingja. Þá má benda til þess að flestir þekktir raðmorðingjar hafa upplifað eitt eða mörg alvarleg höfuðmeiðsli. The Cross Country Killer sat oft og ruggaði sér á aldrinum 1- 2 ára og sló hausnum í veggi, golf og hurðir á meðan. Hann grét aldrei þegar hann gerði þetta og sýndi engar tilfinningar.

The Night Stalker fékk mikið höfuðhögg við tveggja ára aldur þegar kommóða datt á hann. Þegar hann var fimm ára datt hann úr rólu og á hausinn, það fall varð til þess að hann byrjaði að fá flog. The Killer Clown var sex ára þegar hann var barinn til ómeðvitundar af föður sínum. Þegar hann var ellefu ára festi hann hausinn í rólu sem varð til þess að hann byrjaði að upplifa meðvitundarleysi.

Fred West lenti í mótorhjólaslysi þegar hann var sautján ára, og hann var í dái í sjö daga eftir á. Tveim árum seinna, þegar hann var nítján ára, þuklaði hann á stelpu við eldvarnarútgang á skemmtistað.
Hún barði hann sem varð til þess að hann datt niður tvær hæðir. Bæði meiðslin urðu til þess að hann varð oft meðvitundarlaus og fékk tíð reiðisköst.

Ed Gein kom af ofbeldisheimili. Báðir foreldrar hans voru alkahólistar og börðu hann oft til óbóta. Í eitt skipti barði faðir hans hann svo fast í hausinn að það suðaði í eyrunum hans. Albert Fish var sjö ára þegar
hann datt úr tréi á hausinn, sem varð til þess að hann fékk oft svima og alvarlega hausverki.

Mörg fleiri dæmi eru til, til dæmis David Berkowitz (Son of Sam), Ian Brady (The Moors Murderer), Dennis Rader (The BTK Killer), og svo mikið fleiri. Þetta eru ekki einu þættirnir sem skapa raðmorðingja, aðalatriðið er talið vera ofbeldi af hendi foreldris, en þetta er þótalið hafa töluverð áhrif.

Greiningar

Bróðurpartur raðmorðingja glíma við geðsjúkdóma eða aðrar greiningar af eitthverju tagi. Samkvæmt H. Eysenck og Gísla H. Guðjónssyni, er algengt líffræðilegt ástand á bakvið hegðun geðsjúkra einstaklinga.
Þessir einstaklingar eru að öllum líkindum félagslegir, hvatvísir og sækja í mikla spennu, þar sem taugakerfið þeirra er ómæmt fyrir lítilli örvun. Þegar þessir einstaklingar eru börn er erfitt að geðjast þeim og þau eru ofvirk. Því sækja þessir einstaklingar í mikla spennu, t.d. að fremja glæpi, til þess að örva taugakerfi sitt.

Árið 1975 þróaði Robert D. Hare, sálfræðingur, spurningalista sem segir til um siðblindu/geðvillu. Í tilraun sem Michael H. Stone gerði á raðmorðingjum árið 2006 með spurningalista Hare að leiðarljósi kom í ljós að 86,5% þeirra morðingja sem tóku þátt uppfylltu skilyrði þess að glíma við siðblindu/geðvillu. 9% þeirra sem tóku þátt sýndu þónokkra eiginleika þess að glíma við nokkurskonar geðveilu en þó ekki nóg til þess að flokkast sem siðblind.
Áhugavert var þó að um það bil 50% þáttakenda greindust með geðklofa, og önnur 4% með eitthverja eiginleika geðklofa. Sadíska persónuleikaröskun var að finna í 87,5% manna sem tóku þátt í könnununi. Með tilliti til möguleika á meðferð reynast flestir raðmorðingjar vera geðsjúklingar á einn veg eða annan.
Þegar siðblindir einstaklingar líta á aðra einstaklinga sem bráð gerir skortur þeirra á tilfinningum og raunverulegum tengslum þeim kleyft að fylgjast vel með því hvernig fyrirhugað fórnalamb þeirra hagar sér. Þar að auki verða þeir ekki fyrir barðinu á kvíða og öðrum tilfinningum sem venjulegt fólk upplifir í mannlegum samskiptum.

Meðferðir

Engin meðferð er til, sem slík, fyrir því að vera raðmorðingi. Þó eru margar meðferðir til við ýmsum geðsjúkdómum og greiningum. Meðhöndlun persónuleikaraskana, sérstaklega þeirra sem snúa að andfélagslegri hegðun, er töluverð áskorun fyrir geðlækna.
Þetta er ekki einungis vegna þess hversu erfitt er að greina persónuleikaraskanir, heldur líka vegna þess að þörf er á að ráðleggja réttarkerfinu að hverju sinni varðandi viðeigandi úrræði fyrir þann sem situr fyrir (hvort hann eigi að fara í fangelsi eða á geðsjúkrahús) og hvernig eigi að meðhöndla einstaklinginn.
Sjúklingar sem sýna hegðun tengda geðröskun/siðblindu og fremja raðmorð þurfa aukna athyglu vegna þess hve miklar líkur eru á dóm í fangelsi eða dauðarefsingu (þar sem hún er enn í gildi) frekar en að þeir fái viðeigandi hjálp, ef þess þarf.

Samkvæmt sérfræðingum í geðheilbrigði er hægt að meðhöndla siðblindu í fullorðnum einstaklingum en ekki lækna þá. Dr. Nigel Blackwood útskýrir að siðblindir einstaklingar hræðast það ekki að vera refsað, og að þeim sé alveg sama hvernig samfélagið lítur á þá. Vegna þess að þeir bregðast ekki á viðeigandi hátt við refsun, virkar best að verðlauna þá ef þeir haga sér á viðeigandi hátt frekar en að refsa þeim ef þeir gera það ekki.

“Til viðbótar við þá afdráttalausu hættu sem fylgir því að sleppa þessum mönnum, sem hafa þegar framið sadísk kynferðisleg morð, lausum í samfélagið, er þörf á frekari varúð verðandi sjónarmið almennings. Að sleppa morðingjum sem búa yfir þessari áhættu til að fremja frekari ofbeldisverk væri ekki þolað af samdélaginu. Þegar búið er að sanna að einstaklingar eru raðmorðingjar og hafa verið greindir sem órjúfanlegir óvinir fólksins, virðist varanleg útilokun þeirra frá samélaginu með fangelsi vera eini rökrétti kosturinn” – Abbdalla-Filho, Morana og Stone.

Svo, hvort eru raðmorðingjar afrakstur erfða eða umhverfis? Svarið er að þeir eru afrakstur beggja. Tenging efnafræðilegra þátta, félagslegs umhverfis og glæpsamlegar hegðunar virðist vera veruleikinn, þó í misjafnlega miklu magni á milli glæpamanna. Eins og Jim

Clemente, prófessor Alríkislögreglunnar (FBI) sagði, “Erfðafræðin hleður byssuna, persónuleiki þeirra og geðsjúkdómar miða henni, og reynsla þeirra togar í gikkinn”.

Höfundur: Valdís María