Need A Player Agent


Fylgdu Illverk á samfélagsmiðlum!

Morðingjar og áhugamál

Komið þið sæl kæra Illverk fjölskylda. Mér er það sannur heiður að fá að sitja við tölvuna heima og skrifa eitthvað misgáfulegt handa ykkur að lesa hér á Illverk.is. Strax var ég komin með þónokkrar hugmyndir af greinum en langar mig bæði að skrifa léttar og skemmtilegar greinar og svo greinar sem fjalla um meiri fræði og verða dýpri en eru á sama tíma afaráhugaverðar.

Morðingjar eru mennskir

Morðingjar hljóta að eiga sér áhugamál, þeir eru jú mennskir.

Að þessu sinni ætla ég að starta þessu hjá mér með einni léttri og skemmtilegri en ég ákvað að taka saman áhugaverð áhugamál nokkurra merkra morðingja. Í hreinskilni sagt reyndist það mér afar erfitt að leita uppi áhugamál þessa morðingja og virtist voða lítið vera um áhugamál morðingja yfirleitt á netinu.


Mér persónulega finnst samt gaman að rýna í líf þeirra sem fremja glæpi sem og þessa og fannst mér því afar skemmtilegt að skrifa þessa grein. Þegar allt kemur til alls hljóta morðingjar að eiga sér
einhver áhugamál burtséð frá morðum, morðingjar eru jú mennskir. Hér að neðan getið þið lesið um fimm morðingja og áhugamál þeirra.

Sungið í steininum


Eitt af mínum uppáhalds morðmálum verður að teljast tilheyra Charles Manson. Sá gæi var ansi skrautlegur og hreinlega mjög áhugaverður. Ef þú gúglar nafn hans á netinu er hann meðal annars titlaður morðingi og tónlistramaður en hugur hans var alltaf við tónlistina. Bæði fannst honum gaman að semja og syngja en tónlistina notaði Charles einnig til að lokka til sín aðdáendur og meðal annars fylgjendur.

Þegar ég fór að leita mér fleiri upplýsinga um tónlistarferil Charles koma upp óteljandi greinar en sá ferill fellur yfirleitt í skugga afbrota hans. Tónlist hans hafði þó gríðarleg áhrif á allt í kringum Manson fjölskylduna og þau voðaverk sem þau framkvæmdu. Öll fjölskyldan raulaði texta hans daginn inn og daginn út og ómuðu þeir einnig í fangaklefunum.

Á skíðum skemmti ég mér…


Ted Bundy er án efa einn þekktasti raðmorðingi allra tíma. Hann var óþægilegur gæi sem fékk fólk til að líka við sig, svo miklir voru persónutöfrarnir. En það sem mér kom á óvart var að á yngri árum elskaði hann fátt meira en að renna sér niður brekkurnar á skíðum. Fyrir
erfiða æsku mátti Ted Bundy þola margt en til að njóta lífsins á skíðum stal hann tækjum og tólum tengt íþróttinni ásamt því að falsa lyftumiðana.

Er hægt að ganga of langt þegar kemur að áhugamáli manns?


Eftir að fjölskylda Jeffs Dahmer flutti til Bath í Ohio var eina áhugamál hans að ráfa um hverfið í leit að dauðum dýrum til að kryfja. Áhuginn á bak við krufningarnar vaknaði við samverustundir milli hans og pabba síns en pabbi hans var einhvers konar efnafræðingur og hafði áður tekið dauð dýr úr garðinum og sýnt Jeff hvernig hann fór sjálfur að því að kryfja dýrin til agna.

Svo það var í raun ekki langt að sækja í þennan áhuga þegar Jeff játaði á sig 17morð þar sem hann át líffæri fórnarlamba sinna og stundaði að því loknu kynlíf með líkum þeirra.

Just keep swimming…


Mál Andreu Yates er afar áhugavert en hún er konan sem drekkti börnunum sínum fimm í baðkerinu sínu. Andrea var í æsku afbragðs nemandi og dugleg stelpa. Hún var með hæðstu einkun í skóla, og gekk alltaf virkilega vel. Hún var einnig fyrirliði sundliðsins. Andrea elskaði að synda – hún elskaði vatnið.

Einu sinni synti hún hringinn í kringum Mexíkanska eyju og hafði einnig ótrúlega gaman að siglingum. (Allt þetta er frekar áhugavert í ljósi þess
að hún drekkti börnunum sínum…)

Símaöt og eltingarleikir við ketti


Á leit minni um Internetið að áhugaverðum áhugamálum til að segja frá rambaði ég inn á morðingjann Charles Cullen. Cullen er ef til vill betur þekktur undir nafninu „Killer Nurse“ en hann starfaði sem hjúkrunarfræðingur á spítala einum þar sem hann framdi ótal morða með lyfjagjöfum. Þegar Cullen átti vaktafrí hafði hann mikla ánægju að því að gera símaat í útfararstofnanir og elta ketti.

Alda Rut