Need A Player Agent


Fylgdu Illverk á samfélagsmiðlum!

Ef þið hlustið á Illverk (.. sem ég ætla að gefa mér) vitið þið hver Chris Watts er. Fjórir þættir um málið hafa verið gefnir út á veitum Illverk, bæði um glæpinn sjálfan og svo uppfærslur á málinu. Í þetta skiptið verður uppfærslan í ritformi, en það var að koma kvikmynd á netflix um málið sem leiddi ýmislegt nýtt í ljós.

Fyrir ykkur sem þekkið málið ekki er Chris Watts maður sem myrti eiginkonu sína og tvær dætur árið 2018. Allur heimurinn fylgdist með málinu, en í byrjun þóttist hann leita þeirra. Annað kom þó á daginn og eftir rannsókn var hann handtekinn og dæmdur fyrir morð. Ef ykkur langar að vita meira eða skerpa á smáatriðum málsins má ég til með að benda ykkur á að hlusta á þættina, sem má finna hvar sem þið hlustið á hlaðvörp. Komum okkur nú að málinu.

Byrjum á húsinu. Chris Watts heldur enn eignarétt á húsinu, en það er þó til sölu. Enginn er að bjóða í húsið vegna hræðilegu atburðanna sem áttu sér stað innan veggja þess. Húsið hefur staðið autt í tvö ár.

Í myndinni var nýjasta innsýn sem við fengum þó af öðru tagi. Við fengum að sjá smáskilaboð sem hafa ekki áður verið séð. Daginn sem Chris myrti eiginkonu sína og dætur var víst mjög eðlilegur hvað samskipti varðar á milli þeirra hjóna. Þau senda á milli sín skilaboð um hvaða grænmeti ætti að hafa með kvöldmatnum.

´´What kind of vegetables do you want with dinner tonight?´´ Spyr Shannan.

´´Broccoli works.´´ svarar Chris. ´´Green beans work, too.´´

Hér er vert að minnast á, fyrir þá sem ekki vita, að ofan á þetta allt var Shannan ófrísk. Nokkrum vikum fyrir atburðinn skrifaði hún skilaboð til Chris um hversu spennt hún væri að eignast annað barn.

´´I miss and love you so much, I am still in shock that we are having a little boy! I am so excited and happy´´ Skrifar hún.

Samkvæmt lögregluskýrslum sem teknar voru af Nichol, kærustu Chris (ef þú veist ekkert hvað er í gangi hér þá var Chris giftur Shannan en var að halda fram hjá henni með Nichol) sagðist hann ekki vita að Shannan væri ólétt fyrr en hún var þegar tilkynnt týnd. Lögreglan hefur þó afsannað þetta.

Chris hefur þá einnig sagt lögreglu að hann hafi lesið biblíuna í fyrsta skipti innan veggja fangelsins og að hann skrifi niður ritningar og sendi foreldrum sínum á hverjum degi. Hann hefur myndir af Shannan og dætrum sínum á veggjunum í fangelsinu og segist tala við þær alla morgna og kvöld.

Í heimildamyndinni, eins og áður kom fram, má sjá mikið af efni sem var ekki áður í fjölmiðlum. Ef þið hafið áhuga á málinu og að vita meira um það mæli ég með því að horfa á hana, en hún heitir American Murder. Ef þið hafið ekki séð hana og viljið ekki vita hvaða nýja efni kemur í ljós mæli ég ekki með að lesa lengra. Hér ætla ég að fara yfir eitthvað af því nýja efni sem kom fram í myndinni.

1. Þegar lögreglan framkvæmdi leit í húsi Watts fjölskyldunnar, með Chris Watts á staðnum, kom fljótt í ljós að giftingahringur Shannan, veskið hennar, lyfin hennar og síminn hennar voru í húsinu, en það vantaði teppi barnanna.

2. Stuttu eftir hvarfið sagði Chris að hann hefði ekki hugmynd um hvar fjölskyldan hans væri og hann bað oft um að þær kæmu óhultar heim í viðtölum. Hann sagði já við lygaprófi og sú sem var að taka prófið sagði að enginn myndi segja já við því ef þau væru saklaus. Annað kom þó á daginn. Hún sagði að öndunin hans væri mjög skrýtin, og hann reyndi að róa sig niður. Seinna kom í ljós að hann stóðst ekki lygaprófið, en Chris hélt því statt og stöðugt fram að hann laug ekki á meðan prófið átti sér stað.

3. Nichol Kessinger sagði lögreglu að hún hafi kynnst Chris Watts í vinnuni, í júní 2018, tveim mánuðum fyrir morðin. Samkvæmt henni sagði Chris að hann ætti tvær dætur en væri að skilja við eiginkonu sína. Út frá því þróaðist samband þeirra. Chris hefur síðan játað að hafa haldið framhjá Shannan.

4. Smáskilaboð frá Shannan til vinkvenna sinna leiða í ljós að hún hafði miklar áhyggjur af hjónabandi sínu vikurnar fyrir morðin. Hún sagði vinkonum sínum að Chris væri ekkert að heyra í henni þegar annaðhvort þeirra væri í burtu í viðskiptaferðum, og að hann hafi ekki einu sinni kysst hana eftir að hafa verið fimm vikur í burtu. ´´Something changed in the last five weeks.´´ Skrifar hún til einnar þeirra.

5. Þegar það kom í ljós að hann laug á lygarprófinu sagði hann rannsóknarlögreglu að í kjölfar þess að hafa beðið Shannan um skilnað hafi hún myrt börnin. Hann segir þá að hann hafi sturlast og myrt hana. Hann sagði nokkrar mismunandi sögur yfir þann tíma sem hann var í haldi lögreglu, en stendur við það að hafa ekki snert dætur sínar.

6. Chris játaði sig þrátt fyrir allt sekann fyrir allt saman, þar á meðal morðið á dætrum sínum. Í Nóvember játaði hann loksins að hafa myrt þær allar, og í viðtali í fangelsinu segir hann alla söguna. Hann var að rífast við Shannan, hann vildi skinað en hún ekki, og þetta rifrildi endaði á því að hann kyrkti hana. Hún hafi sagt honum að hann myndi aldrei sjá börnin sín aftur. Þegar hann ætlaði svo að losa sig við líkið hafi hann tekið dætur sínar með. Hann sagði þeim að mamma þeirra væri veik, og keyrði á olíusvæðið sem hann var að vinna á. Þar endaði hann á að myrða dætur sínar líka.

7. Samkvæmt lögreglu hringdi Chris í skóla dætra sinna og skráði þær úr honum, eftir morðin. Hann skrifaði einnig smáskilaboð til fasteignasala varðandi það að selja húsið sitt og heyrði svo í kærustunni sinni, Nichol.

8. Eftir að dómarinn gaf Chris þrjá lífstíðardóma í fangelsi sagði hann að þetta væri hræðilegasti og ómannúðlegasti glæpur sem hann hafi nokkurn tímann átt við.

Chris hefur greint frá því nýlega að hann sé í þjáningum alla daga. Minningar um dætur hans og eiginkonu ásækja hann og að hann viti að hann eigi það skilið. Hann segist vita að hann muni aldrei losna út og að það líði ekki mínúta þar sem hann er ekki að þjást.

Ekki mikið meira er að frétta af Chris, sem er jafnvel bara gott.

Valdís María