Need A Player Agent


Fylgdu Illverk á samfélagsmiðlum!

Núna þegar þriðja bylgja covid ríður enn yfir okkur og margir eru eflaust orðnir eirðarlausir datt mér í hug að það gæti verið skemmtileg að skrifa færslu um true-crime sjónvarpsefni. Það er fátt sem drepur tímann jafn hratt og áhugaverð tru-crime mál, en verandi mikill true-crime fíkill þá var erfitt að ákveða hvar ég ætti að byrja. Þannig að ég ákvað í þessari færslu að taka fyrir áhugavert efni sem má finna á Netflix þar sem ég held að flestir hafi aðgang að því.

Það sem stendur mest upp úr að mínu mati er líklega þættirnir Don’t F**k With Cats: Hunting an Internet Killer en þeir eru klárlega skilduáhorf. Ég var frekar sein til að sjá þættina eftir að þeir komu út og þó ég hugsi að flest ykkar séuð líklega búin að sjá þá eru eflaust einhverjir sem eiga það eftir. Þættirnir er frekar grófir á myndrænan hátt svo þeir sem eru mjög viðkvæmir ættu kannski að láta þá eiga sig.

Morðmál

Morð eru án efa algengustu málin sem tekin eru fyrir í heimildarþáttum eða myndum um sönnsakamál og Netflix er eingin udantekning en þar má finna slatta af slíkum málum. Nurses who kill eru áhugaverðir þættir þar sem tekin eru fyrir mál hjúkrunarfræðinga sem myrða sjúklinga, hver þáttur er tileinkaður ákveðnum hjúkrunarfræðingi.

Þá eru einnig þættir á Netflix um raðmorðingja, en í kringum 40% af öllu true-crime efni sem er framleitt tengist raðmorðingjum. Frægasti raðmorðinginn á Netflix er líklega Ted Bundy sem fjallað er um í Conversations with a Killer: The Ted Bundy Tapes, ekki nema það sé Edmund EMIL Kemper en hann kemur mikið við sögu í þáttunum Mindhunter. En þó svo að kemper sé með eindæmum athyglisverður maður þá eru þættirnir einnig athyglisverðir þar sem þeir eru byggðir á rannsóknarvinnu atferlisgreiningardeildar alríkislögreglunnar í samstarfi við Dr. Ann Wolbert Burgess. En út frá rannsóknum þeirra varð hugtakið raðmorðingji til en áður var fyrirbærið lítið þekkt og ekki vitað að þessar einstaklingar ættu flestir eitthvað sameiginlegt.

 Á Netflix má svo einnig finna American Murder: The Family Next Door sem fjallar ítarlega um skelfilegt mál Wattson fjölskyldunnar sem flestir hlustendur Illverk kannast við. En eitt af eftirminnilegustu málunum á Netflix að mínu mati er þó líklega að finna í seríunni  Killer Inside: The Mind of Aaron Hernandez,  en þessi ameríska fótboltastjarna er hugsanlega sá eini sem hefur verið gefið að sök að hafa myrt fólk á meðan hann spilaði en þá sem atvinnumaður í NFL.

Sprengjuvargar

Líklega frægasta málið í þessum flokk, sem Netflix hefur gefið út tvær þáttaraðir um er mál Theodore John Kaczynski, betur þekkur sem the Unabomber. Kaczynski var þekktur fyrir að senda sprengjur með pósti auk þess sem hann gaf út 35.000 orða stefnulýsingu sem hann sendi bæði the New York Times og the Washington Post seint á síðustu öld. En eitt af því sem er athyglisvert við Unibomber málið er að einhverjir telja í dag að hann hafi haft nokkuð til síns máls, burtséð frá aðferðinni þó. En Manhunt Unabomber eru ótrúlega áhugaverðir og serían sem fylgdi á eftir, Unabomber in his own words er einnig athyglisverð.

Þá eru fleiri áhugaverð en þó minna þekkt mál í þessum flokki, eins og það sem tekið er fyrir í Evil Genius: The True Story of America’s Most Diabolical Bank Heist. En það mál er einhvernveiginn furðulegt í alla staði þar sem pizzasendill, sprengja, bankarán og margt annað fléttast saman á athyglisverðan og ógeðfelldan hátt. En síðast en ekki síst er Real Crime: Supermarket Heist (Tesco Bomber), um sprengjuvarginn Sally aka the Tesco bomber, sem sendi sprengjur í pósti í þeim tilgangi að kúga fé út úr Tesco keðjunni.

Sértrúarsöfnuðir

Þar sem tru-crime mál eru margskonar þá ákvað ég að láta fylgja með heimildaþætti um sértrúarsöfnuði, en mér finnst eitthvað ótrúlega áhugavert við það furðulega fyrirbæri. Það eru nokkrar athyglisverðar seríur í þessum flokki t.d Wild wild country sem fjallar um sértrúarsöfnuð sem leiddur var af Indverska gúrúnum Bhagwan Shri Rajneesh og útópísku borgina Rajneeshpuram sem fylgjendur hans reistu í eyðimörk Oregon fylkis.

 Bikram: Yogi, Guru, Predator eru heimildaþættir um indverskan yoga guru sem gerði hot yoga vinsælt í bandaríkjunum, yoga hreyfing Bikram´s uppfyllir að vísu ekki öll þau skilmerki sem einkenna sértrúarsöfnuð en engu að síðu er margt óþægilega líkt þar.

 Fyrir ykkur sem hafið eftir vill líka áhuga á samsæriskenningum er tilvalið að kikja á The Famliy á Netflix. En the Fellowship sem einnig gengur undir nafninu The family eru trúarleg samtök sem voru stofnuð í bandaríkjunum árið 1935 og hafa mjög merkileg tengsl við áhrifaríka einstaklinga um allan heim, til að mynda halda samtökin árlega alþjóðlegan bæna morgunverð (National Prayer Breakfast) sem hver einasti bandaríkja forseti hefur mætt á að minnsta kosti einu sinni , síðan Dwight D. Eisenhower var bandaríkjaforseti ( 1953-1961).

 Svo síðast en ekki síst áhugavert (og ógeðfellt) í þessum flokki er serían The Children of God um sérstrúarsöfnuð sem stofnaður var af David Berg, og þá skelfilegu kynferðislegu misnotkun á börnum sem fór fram innan safnaðarins.

Önnur áhugaverð mál

Fyrir ykkur sem ekki hafið gefið ykkur tíma til að horfa á The Disappearance of Madeleine McCann, þá mæli ég með þeim þar sem þeir sýna mjög ítarlega frá málinu á áhugaverðan hátt. Þá er líka vert að kíkja á Jeffrey Epstein: Filthy Rich, heimildarþættina um barnaníðinginn Jeffrey Epstein en í þáttunum er meðal annars rætt við þolendurna Virginia Giuffre og Maria Farmer, en einnig fyrrverandi starfmenn Epstein. En fyrst við erum komin í þennan flokk þá er Unbelievable skylduáhorf að mínu mati. Þeir eru leiknir en byggja samt á raunverulegu máli Marie Adler, sem kærði nauðgun til lögreglu sem neitaði þrátt fyrir allt að trúa frásögn hennar.

Þá ákvað ég einnig að minnast á þrjár þáttaraðir sem eru aðeins frábrugðnar hefðbundnum true-crime málum en samt sem áður góðar að mínu mati. Eþað er Amanda Knox, sem var sem skiptinemi bæði sakfelld og sýknuð af því að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana, en var hún sek eða saklaus? og svo síðustu tvær þáttaraðarnir sína svo skelfilega hliðar á ameríska réttarkerfinu. En það eru Murder to Mercy: The Cyntoia Brown Story,  sem segir frá hræðilegu máli Cyntoia sem var dæmd sek fyrir morð þegar hún var sjálf barn og svo Time: The Kalief Browder Story sem fjallar um mál Kalief sem sat í fangelsi árum saman þrátt fyrir að hafa aldrei verið dæmdur sekur um glæp.

Þessi stutta samantekt er þó alls ekki tæmandi og eflaust margt sem ég er að gleyma. Það væri ótrúlega gaman ef þið vilduð senda mér hugmyndir af því sem ykkur finnst eiga heima hérna, sama hvort það er á Netflix eða ekki og sama hvort það eru heimildarmyndir, þættir, bíómyndir eða bara eitthvað allt annað.