Need A Player Agent


Fylgdu Illverk á samfélagsmiðlum!

Þá er víst aftur kominn föstudagur, enn þá er samkomubann, jarðskjálfta og veðurviðvaranir í gildi og almenn gleði.

Þar sem ég er svo innilega þakklát fyrir sjónvarp þessa dagana þá ákvað ég að skella í aðra færslu með tillögum að efni til að sökkva sér í um helgina. En í þetta sinn ákvað ég að setja saman lista af kvikmyndum um true-crime mál, en ég raðaði þeim eftir einkunn samkvæmt IMDB.

Ef einhver þekki ekki til IMDB þá er þar að finna upplýsingar og einkunnagjöf áhorfenda fyrir 446,789 kvikmyndir, þar sem lægsta einkunnin er 2.0 og sú hæsta er 9.2. Þetta er þó ekki endilega alltaf mjög nákvæmt mat þar sem smekkur okkur er eflaust eins ólíkur og við erum mörg, en ég ákvað samt til gamans að láta einkunnir myndanna fylgja með.

Zodiac (2007)     ⭐   7.7

Kvikmynd byggð á sannri sögu um leitina að the Zodiac killer sem var virkur á San Francisco svæðinu í kringum 1970.

The Deliberate Stranger (1986)   7.4

Sannsöguleg bíómynd um hinn ein sanna Ted Bundy

See No Evil: The Moors Murders (2006)        7.2

Sannsöguleg kvikmynd um skelfileg raðmorð hjónanna Myru Hindley og Ian Brady í Bretlandi á árunum 1963-1965.

The Boston Strangler (1968)      7.1

Myndin er byggð á hinum alræmda Albert DeSalvo betur þekktum sem the Boston Strangler

From Hell (2001)       6.8

Kvikmynd lauslega byggð á voðaverkum raðmorðingjans Jack the ripper, einum frægasta raðmorðingja allra tíma,

Extremely Wicked, Shockingly Evil and Vile (2019)    6.6

Saga og glæpir Ted Bundy frá sjónarhorni þáverandi kærustu hans

The Frozen Ground (2013)       6.4

Byggð á sannri sögu um Robert Hanson, fjöldamorðingja í Alaska.

Helter Skelter (2004)      6.4

Kvikmynd byggð á frægu máli Manson fjölskyldunnar sem leggur aðaláherslu á Charles Manson sjálfan

My friend Dahmer (2017)     6.2

Kvikmynd um Jeff Dahmer á yngri árum

The Hunt for the BTK Killer (2005)        5.8

Leitin að alræmda raðmorðingjanum BTK

Freeway Killer (2010)     5.4

Kvikmynd byggð á sannri sögu fjöldamorðingjans William Bonin

Ed Gein: In the light of the moon (2000)        5.5

Saga Ed Geins sem var morðingi, grafræningi og margt fleira sem líklegast er þó ekki til orð yfir, því orðið handverksmaður er líklega frekar óheppilegt í þessu samhengi