Saga Hrekkjavökunnar er ótrúlega löng, en hún nær yfir fleiri en eina heimsálfu og spannar hundruðir ára. Þannig að ég ákvað að stikla á stóru og skrifa aðeins um uppruna þessarar hátíðar og hvernig hún hefur þróast í gegnum aldirnar. Hrekkjavakan er í rauninni ekki amerískt fyrirbæri, þó svo að hátíðin sé mest áberandi þar nú á tíðum. En uppruni hennar hefur talsvert meiri tengsl við Ísland en maður hefði haldið.
Uppruni Halloween
Á Íslandi voru áður fyrr aðeins tvær árstíðir og haldið var upp á vetrarnætur sem markaði um skipti árstíðanna frá sumri til veturs síðasta dag Oktober mánaðar, þann 31. Oktober sem er einmitt í dag. En þá var haldið svokallað dísablót sem markaði upphaf vetursins, þá hófst veturinn og dauði nátturunnar sem í kjölfarið lifnaði svo við og gaf af sér uppskeru næsta sumar. Í íslensku handriti frá miðöldum hefur því verið lýst hvernig þungvopnaðar og blóðþyrstar dísir mættu ríðandi á hestum, réðust á bóndabæ og fórnuðu húsbóndanum. Dísablót dregur væntanlega nafn sitt þaðan, en það að blóta er siður úr heiðinni trú sem felst í því að fórna lífi dýra eða jafnvel manna til heiðurs goðunum, dísablót hafa því líklega haft þann tilgang að þakka goðunum fyrir uppskeru liðins sumars eða jafnvel að byðja fyrir komandi uppskeru. En í þá tíð var líf fólks bundið við uppskeruna, þar sem uppskerubrestur varð hungurdauði. Dagurinn hefur því lengi verið tengdur við dauðann, dauða náttúrunnar sem og hugsanlegan dauða mannana.

Í norðurhluta Skotlands og á Írlandi héldu Keltar sambærilega hátíð sem heitir Samhain, eða hátíð hinna dauðu. En mögulega hafa hin íslensku dísablót verið undir einhverjum áhrifum af þeirri hátíð þar sem íslendingar eru að stórum hluta til komnir af Keltum. Samhain markaði einnig upphaf vetrar og ákveðinn umskipti sem urðu 31. Oktober ár hvert. En þá trúðu þeir að einhverskonar ástand skapaðist við umskiptin sem brúaði bilið milli þeirra heims og handaheima. Þeir trúðu að sálir hinna dauðu gætu komið yfir í mannheima en einnig að mennirnir gætu ráfað yfir og týnst í handanheimum.

Tilkoma Kirkjunnar
Þegar norðurðurlandabúar tóku upp kristni, bannaði kirkjan ekki gamla heiðna siði. Heldur umbreytti þeim og notaði til að boða kristinn boðskap. Þar með urðu hátíðir eins og dísablót eða Samhain að svokallaðri Allra heilagra messu. En hún var afnumin á Íslandi í kringum 1770, þó hún hafi verið óformlegur hátíðisdagur fram á tuttugustu öld. Í kaþólskri trú er allra heilagra messa enn haldinn hátíðleg sem minnigardagur píslarvotta þann 1. Nóvember ár hvert. En henni er svo fylgt eftir með allra sálna messu þann 2. Nóvember. En allra sálna messa er haldinn til að heiðra og halda á lofti minningu um látna ættingja. Allra sálna messa er líklegast best þekkt í tengslum við Mexico þar sem hún heitir öðru nafni „day of the dead“ eða “Día de Muertos”. En Hrekkjavakan sem er í dag þann 31 október er í raun undanfari allra heilagra Messu. Nafnið Halloween er dregið af nafninu „All Hallows’ Evening” eða „All Hallows’ Eve“ sem þýðir kvöldið fyrir allra heilagra messu.

En hvernig tengjast þessir fornusiðir Halloween eins og við þekkjum það í dag ?

Af hverju leðublökur, grasker og nornir?
Þegar Keltar héldu upp á Samhain, hátið hinna dauði kveiktu þeir ávallt stóra varðelda. En ljósið laðaði að sér skordýr og leðurblökur fylgdu í kjölfarið þar sem skordýr voru þeirra helsta fæða. Þar sem Kletar trúðu þvi að umskipti árstíðanna gerðu mönnum kleift að skynja handanheima og að andar væru á kreik. Þá urðu Leðurblökur táknrænar fyrir þessa dulufullu hátíð. Afkomendur Kelta sem fluttust svo búferlum til Bandaríkjanna á 19 öld, héldu áfram að halda upp á Samhain. En í stað þess að skera andlit út í næpur eða rófur eins og þeir höfðu áður gert. Þá höfðu þeir nú aðgang að graskerjum sem voru mikið stærri og hentugri.
Á miðöldum þegar áhrif Kirkjunnar voru sterk og fólk óttaðist hið óþekkta. Þá fóru af stað svokallaðar Nornaveiðar og galdraofsóknir. Þeir sem við köllum í dag homopata hefðu til að mynd líklega verið brenndir á báli á miðöldum fyrir að stunda galdra. En galdrar voru taldir koma frá djöflinum á þessum tíma og út frá þessu er talið að nornir hafi fengið sitt hlutverk í Hrekkjavöku nútímans.
Hvaðan kemur grikk eða gokk?
Þegar Kirkjan ummbreytti hátíðarhöldum vetrarnætur í kristilegahátíð, varð sá siður til að börn gengju á milli húsa. Þau bönkuðu uppá hjá fólki og seldu bænir í skiptum fyrir sálarkökur. En sálarkökur voru smákökur með rúsínum sem börnin fengu í skiptum fyrir að biðja fyrir sálum látinna.
Síðar varð Halloween svo að sannkallaðri Hrekkjavöku, sem er líklega ástæðan fyrir nafngiftinni hér á landi. En grófir hrekkir og skemmdaverk á Halloween urðu mikið vandmál. Því var brugðið á það ráð og reyna að beina ungmennum frá óæskilegri hegðun með því koma á fót skrúðgöngum og öðru til að halda þeim uppteknum. Þá var einnig brugðið á það ráð að gefa þeim sælgæti í skiptum fyrir að láta af hrekkjunum.

Margt skrítið hefur átt sér stað á Hrekkjavökunni á síðustu árum
Þó svo að flestar Hrekkjavökuhefðir sé hægt að útskýra með því að rýna í söguna þá er sumt sem verður ef til vill ekki útskýrt þannig. En fjöldinn allur af true-crim málum tengist Hrekkjavökunni á einhvern hátt.

Á Halloween árið 2010 snéri hinn 16 ára gamli Devon Griffin, heim eftir hátíðarhöld í kirkjunni. Það sem beið hans var svo óhuggulegt að hann hélt að um hrekk væri að ræða. Síðar kom þó í ljós að öll fjölskylda hans hefði verið myrt á hrottalegan hátt.
Annað mál sem er líka frekar sérknenilegt er mál John D. White, hann var prestur sem myrti nágrannakonu sína á hrekkjavökunni árið 2012. Hann kyrkti konuna þegar hún var í miðjum klíðum við að klæða barnabarn sitt í búninginn sinn. White losaði sig við lík konunnar í nálægu skóglendi, sneri aftur til baka, og kláraði að klæða barnið. Hann gat þó ekki fyrir sitt litla líf munað hvort hann hefði haft samræði við lík konunnar.
Hin 55 ára gamla Marie Adams var myrt þann 31. Oktober 2011 af kærasta sínum. En hann myrti hana þegar það kom í ljós að hluti af sælgæti hans væri horfinn. Hann hafði það sér til málsbóta að hún hefði tekið nammið.
Þá má einnig til gamans geta þess að geðröskunin Samhainophobia, er sjúklegur ótti og fælni við Hrekkjuvöku. Kannski ekkert skrítið að einhverjir séu haldnir þeim kvilla. En þó hafa flest okkar líklega mjög gaman af þessari hátíð.
