Need A Player Agent


Fylgdu Illverk á samfélagsmiðlum!

Mál Jeffrey Epstein er áhugavert fyrir margir sakir, ekki síst út frá samsæriskenningunum sem hafa sprottið fram eftir að fréttir bárust af sjálfsvígi hans. Enn eitt af því skemmtilega við samsærikenningar er að þær má líkt og aðrar kenningar túlka á ótal vegu. Þegar kemur að Jeffrey Epstein á ég samt erfitt með að gera upp við mig hvort sé áhugaverðara, samsæriskenningarnar eða allar þær kenningar úr heimspeki og eða sálfræði, sem hugsanlega mætti nota til útskýra hegðun hans.

Eins og flestum er kunnugt fannst Epstein látinn í fangaklefa sínum. Hann fannst klukkan hálf 7 að morgni laugardagsins 10. Ágúst 2019. Ekki er vitað nákvæmlega hvenar hann lést en enginn hafði athugað með hann í 8 klukkustundir eða frá því hálf 11 kvöldið áður. Það var ekki virk örrygismyndavél í eða við klefa hans og fangaverðir höfðu ekki litið til hans á hálftíma fresti eins og reglur sögðu til um. Þá var hann einn í klefa þar sem klefafélagi hans hafði skyndilega verið fluttur annað skömmu áður. Dauði hans var úrskurðaður sjálfsvíg og hann var talinn hafa hengt sig.

This image has an empty alt attribute; its file name is jeffrey-epstein-1-1024x682.jpg

það er samt svo margt bogið við þetta mál, enda átti Epstein ekki að geta svipt sig lífi á meðan hann var í haldi. Þó svo að samsæriskenningar um morð hljómi langsóttari en sjálfsvíg þá virðist samt hafa verið aðeins of mikið af tilviljununum. Af hverju kíkti enginn á hann alla nóttina? Af hverju var nýbúið að taka hann af sjálfsvígsvakt? Af hverju var enginn klefafélagi? Af hverju var enginn upptaka úr örrygismyndavél og svo framveigis. En það er ekki allt því það eru bein sönnunargögn sem benda til þess að sjálfsvígskeningin gangi ekki alveg upp. Niðurstöður krufningar á líki Epstein gáfu til kynna að tungubein hans hafi verið brotið á tveim stöðum sem er ekki talið geta orsakast af hengingu. Heldur bendir það frekar til þess að hann hafi verið kyrktur, en punktblæðing sem fannst í augum hans bendir einnig frekar til þess að um kyrkingu hafi verið að ræða.

#ClintonBodyCount

Ein af kenningum sem komið hefur fram tengist ClintonBodyCount kenningunni sem hefur sveimað um á samfélagsmiðlum með samnefndu myllumerki. En samkvæmt þessari kenningu eiga Bill og Hillary Clinton að hafa látið myrða yfir 50 manns vegna eigin hagsmuna. En því hefur verið haldið því fram að Jeffrey Epstein sé einn af þeim sem þau hafi komið fyrir kattarnef. En Clinton hafði eins og kunnugt er verið gestur á eyju Epstein. Það voru þó eflaust langt um fleiri sem höfðu ríkari ástæður til að koma í veg fyrir að Epstein leysti frá skjóðunni. En Epstein hafði komist mjög langt á því að vita og varðveita skítug leyndarmál annara í tengslum við þetta risastóra mannsals og barnaníðs mál. Hann tók til dæmis allt upp sem átti sér stað á heimili hans í New York. En eftir að hann var handtekinn hafa hinsvegar hvergi fundist neinar upptökur.

 Þá hafði  Epstein látið breyta erfðaskránni sinni skömmu fyrir andlit sitt og öllum fjármun hans var komið fyrir í bankaskjóli á jómfrúareyjunum. En þar getur enginn fengið upplýsingar um hvernig fjármunum hans er ráðstaðaf eða hverjir hafa aðgang að þeim. Ein kenning er sú að hann hafi verið að reyna að koma í veg fyrir að fórnarlömb hans ættu möguleika á að fá dæmdar miskabætur úr dánarbúi hans. Önnur kenning sem hefur komið fram er að myndefni og hugsanlega aðrar upplýsingar gæti enn verið notað til að kúga fé út úr fólki. Ef svo reyndist rétt, þá veltur maður fyrir sér hvort Ghilaine Maxwell hafi enn þá eitthvað með málið að gera?

Einnig hefur komið fram sú kenning að Epstein sé enn þá á lífi, en sögusagnir fóru á flug um að sést hafi til hans í rauðri bifreið við búgarð hans í NewMexico. Það sem hefur verið talið styðja þessa kenning er að ekki hafi verið teknar myndir af líki Epstein í klefanum þegar hann fannst. Þá var Epstein heldur ekki úrskurðaður látinn á staðnum heldur var hann fluttur á spítala og virðist sem endurlífgunartilraunir hafi enn verið í gangi klukkutíma eftir að hann fannst. Auk þess sem honum tókst að koma öllum auðæfum sínum undann. En þetta hljómar samt frekar langsótt, auk þess sem það hefði líklega verið frekar erfitt að framkvæma krufningu á honum ef hann væri enn á lífi.

Þá var einnig sú kenning uppi um að kynferðisbrotamaðurinn hefði verið búinn að ráðfæra sig við vísindamenn hjá Harward og verið búinn að ráða erfðafræðinga og aðra vísindamenn. Þá á hann einnig að hafa búið yfir aðstöðu til að láta frjóvga allt að 20 konur í einu með sæði frá sér. En hann hafði víst stórar hugmyndir um að genalega bæta kynstofninn (ekki ólíkt hugmyndum Hitlers). Eins langsótt og þetta hljómar þá velti ég samt fyrir mér hvort eitthvað sé til í þessari kenning eftir að ég rambaði óvart inn á síðuna https://epsteinheirs.com/ . En þar reynir Morse Genealogical Services að hafa upp á hugsanlegum afkvæmum Epsteins. Ef þú heldur að þú hafir rétt í þessu verið að sækja Epstein erfingja í leikskólann þá gætiru kannski haft eitthvað upp úr því að hafa samband við þá. En talið er að eignir Epstein á jómfrúareyjunum þegar hann lést hafi verið í kringum 560 milljónir Bandaríkjadala (Ég myndi ekkert afþakka smá fundarlaun).

Þegar ég hugsa um Epstein og siðleysi hans þá dettur mér sjálfkrafa í hug þýski 19. Aldar heimspekingurinn Friedrich Wilhelm Nietzsche. En hann hélt því fram að siðferði væri aðeins verkfæri meðalmannsins til að halda aftur af þeim væru honum æðri. Þannig væri hin sterka og sjálfstæða æðri manneskja, sem ekki lútaði siferðislegum reglum samfélagsins skilgreind sem “vond” samkvæmt þeim “góðu” sem tilheyrðu hjörð meðalmennskunnar. En samkvæmt Nietzsche var það svokallað Ofurmenni sem hafnaði siðferðislegum gildum samfélagsins og lifði fullkomnlega eftir sinni eigin sjálfshyggju. Hljómar ekki svo ólíkt Epstein.

En samkvæmt Rakhnífi Ockhams (Ochams razor) sem stuðst er við í hinum ýmsu vísindagreinum. Er einfaldasta skýringin jafnframt líklegasta skýringin. Þannig að þótt þessi kenning Nietzsche geti í sjálfu sér að einhverju leiti útskýrt hegðun Epsteins. Þá er mun einfaldara að útskýra hegðun hans út frá meinafræði nútímans, en skýringin væri þá líklegast Andfélagsleg persónuleika röskun eða einfaldlega bara Siðblinda.

Þá væri samkvæmt Occam´s razor líka mun einfaldara að rökstyðja þá kenningu að Epstein hafii verið myrtur, heldur að hann sé enn að lífi eða hafi framið sjálfsvíg. Eins ótrúlegt og það er þá virðist kenningin um morð vera sú kenning þar sem minnst þarf að fylla í eyðurnar. Ég leyfi mér þó að efast um að Clinton hjónin beri ábyrgð á því, en samkvæmt vitnisburðum gegn Epstein var ekkert sem bendlaði Clinton við neitt saknæmt. En þó er enn von um eitthvað skýrist í þessu undarlega mál en Ghislaine Maxwell er í haldi og mun koma fyrir rétt 2021, ef ekkert kemur fyrir hana áður það er að seigja.