Need A Player Agent


Fylgdu Illverk á samfélagsmiðlum!

Það hefur löngum verið hefð að fara yfir og gera upp árið sem er að líða á síðasta degi þess. Á gamlársdag er gjarnan birtir fréttaannálar þar sem teknar eru saman helstu fréttir ársins. Einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins er svo auðvitað Árasmótaskaupið þar sem varpað er fram spaugilegum hliðum á helstu atburðum líðandi árs. Eftir mikla leit hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það séu almennt ekki gefnir út neinir true-crime annálar, allavega tókst mér ekki að finna slíkt. Því hef ég ákveðið að taka saman helstu fréttir ársins sem tengjast hinum ýmsu Illverkum.

Hinn 22 ára Hashem Abedi játaði á sig að hafa tekið þátt í að skipuleggja sjálfsmorðsáras bróðir síns Salman Abedi á tónleikum Ariönu Grande í Lundúnum árið 2017. Árásin kostaði 22 lífið og særði hundruð manns.

Franska lögreglan handtók á árinu Felicien Kabuga sem var í felum í parís. En hann er grunaður um að hafa fjármagnað þjóðarmorðin í Rúanda árið 1944, þar sem 800 þúsund manns voru myrtir á 100 dögum.

Banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an hand­tók Ghislaine Maxwell, fyrr­ver­andi kærustu Jeffrey Epstein sem er gefið að sök að hafa átt þátt í meintum kynferðisbrotum Epsteins.

George Floyd var myrtur af lögreglu og í kjölfarið hófust stærstu mótmæli sem farið hafa fram í Bandaríkjunum síðustu áratugina.

Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein var sakfelldur á árinu, en mál hans voru meðal annars kveikjan að hinni frægu #metoo byltingu. Hann var ásakaður um að hafa brotið kynferðislega á yfir 80 konum en var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur konur.

13 árum eftir að Madeleine McCann hvarf var gefið út af þýsku lögreglunni að þeir gætu sagt með vissu að hún væri látinn. En 43 ára gamlall þjóðverji að nafni Christian Buckner hefur fengið stöðu sakbornings í rannsókn málsins.

Alríkislögran hóf að rannsaka fleiri möguleg fórnarlömb fjöldamorðingjans Israel Keyes, eftir að myndir fundust í klefa hans sem gáfu vísbendingar um að fórnarlömb hans væru allavega 11 talsins, hann hafði málað myndirnar með sínu eigin blóði. Keyes sem hafði játað á sig 4 morð hefur ekki gefið upp neitt upp um fleiri hugsanleg fórnarlömb en Alríkislögran hefur á árinu biðlað til fólks um að hafa samband og tilkynna ættingja eða vini sem er saknað, eða aðrar upplýsingar sem hugsanlega gætu tengst málinu.

Chris Watts gaf út aðra játningu þar sem hann játaði að hafa sjálfur orðið bæði eiginkonu sinni Shannon og dætrum þeirra að bana. En áður hafði hann haldið því fram að hann hefði myrt Shannon eftir að hún hefði myrt börnin. Þá komu líka fram vísbendingar um að hjákona Watts viti hugsanlega meira en hún hefur viljað viðurkenna.

Þar sem  yfirleitt er frekar ofarlega í huga það sem er nýskeið er erfitt að minnast ekki á hið meintu lögbroti ráðherra í tengslum við sóttvarnareglur. Þó það sé líklega umdeilanlegt hvort það eigi heima hér. En þótt þessi Annáll fari um frekar víðan völl og innihaldi fjölbreyttar fréttir er hann langt frá því að vera tæmandi. Hann inniheldur þó vonandi það áhugaverðasta úr fréttum ársins 2020.

Við hjá Illverk óskum ykkur farsældar á komandi ári og þökkum fyrir samfylgdina og stuðninginn á árinu sem er að líða.