Í vetur tók ég tók saman lista yfir áhugavert true-crime efni á Netflix. Þar sem það fékk góð viðbrögð þá ákvað ég að setja inn smá viðbót við þá færslu í tilefni þess að það eru komnar tvær nýjar seríur á Netflix sem lofa mjög góðu. En þetta er nýtt á Netflix núna:
The Ripper – Breskir heimildaþættir um hinn alræmda Yorkshire ripper sem myrti 13 konur á árunum 1975-1980 í west Yorkshire og Manchester.
Night Stalker: The Hunt for a Serial Killer – Heimildaþáttaröð um raðmorðingjann, nauðgarinn og innbrotsþjófinn Richard Ramirez.

En efnisveitan hefur einnig að geyma áhugavert efni sem er ekki splunkunýtt, til að mynda heimildamyndina Abducted in Plain Sight sem fjallar um mannránið á Jane Broberg, en flestir kannast eflaust við málið sem kom nýlega fyrir í áskriftarpakka illverks. Ég skellti inn smá lista hér fyrir neðan yfir áhugavert sannsögulegt efni og heimildarmyndir sem má finna á Netflix:

Operation Odessa
Heimildamynd true-crime mál sem spannar nokkrar heimsálfur og inniheldur meðal annars suðuramerískt cartel, Rússneskan gangster, kúbverskan njósnara, strippklúbb á Miami og kaup á kafbát sem rúmar 40 tonn af kókaíni.
Roll Red Roll
Heimildarmynd um the Steubenville High School rape case, sem fjallar bæði um nauðgunnarmálið og umfjöllun Alexöndru Goddard um málið á true-crime bloggi sem hún heldur úti.
Strong Island
Heimildamynd um morðið áWilliam Ford Jr.
Lost Girls
Sannsöguleg kvikmynd um Marie Gilbert og leit hennar að dóttir sinni sem varpaði ljósi á tugi annara mála.
World most wanted
Netflix þættir um eftirlýsta glæpamenn á flótta, þættirnir taka meðal annars fyrir þjóðarmorðingja og hryðjuverkaleiðtoga.
Long Shot
Heimildarmynd um Juan Catalan sem var dæmdur fyrir morð sem hann var saklaus af
Obsession: Dark Desires
Þættir sem taka fyrir sannsöguleg mál þar sem lífi og heilsu fólk er ógnað vegna þráhyggju annara gagnvart þeim.
The Staircase
Heimildaþættir sem fylgja eftir rithöfundunum Michael Peterson og varpa ljósi á það hvort dauðsfall eiginkonu hans, Kathleen Peterson hafi verið slys eða ekki.
When they see us
Sannsöguleg þáttaráð um 5 unglingsstráka frá Harlem sem voru ranglega sakaðir um grófa líkamsárás.
Unsolved Mystories
Heimildaþættir um mannshvörf, morð og fleiri mál sem eiga það öll sameiginlegt að vera óupplýst.

Ég vona að þetta stytti ykkur aðeins stundir, svona á meðan Covid, kuldinn og Skammdegið ganga yfir !
