Í nýjasta þætti Illverk fer Inga yfir ótrúlegt mál Alexis Rasmussen þar sem ekki er allt sem sýnist. En tilkynnt var um hvarf hennar til lögreglu eftir að hin 16 ára gamla Alexis skilaði sér ekki heim þann 10 September árið 2011.

Upphaflega var lítið vitað um ferðir Alexis þetta kvöld en það sem átti eftir að koma í ljós er óhugnanlegra en nokkur hefði getað ímyndað sér. Þetta mál er án efa með þeim áhugaverðustu sem ég hef heyrt um. Ekki láta þennan frábæra þátt framhjá þér fara.

Þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum
