Um Illverk

Ingibjörg Kristjánsdóttir
Eigandi / Stofnandi Illverks
Ég hef alltaf haft gríðarlegan áhuga á öllu sem tengist glæpum og dularfullum hlutum sem gerast um heimin allan. Ég man sérstaklega eftir því þegar þessi áhugi kviknaði hjá mér, það var þegar ég var skikkuð upp í rúm að sofa þegar ég var barn, og ég heyrði hið óhugnarlega stef þáttarins Sönn Íslensk Sakamál. Ég var svo hryllilega forvitinn en vissi að þátturinn var stranglega bannaður börnum. Það sem mamma og pabbi vissu hinsvegar ekki var að hann var endursýndur daginn eftir, á meðan þau voru í vinnunni. Þá sat ég skíthrædd og horfði og gat ekki slitið mig frá sjónvarpinu. Síðan þá hefur ekki verið aftur snúið þegar kemur að þessu áhugamáli mínu.
í seinni tíð hef ég fundið þessa gríðarlegu þörf fyrir að skrifa og skapa og ákvað því að blanda áhugamálum mínum sama. Búa til hlaðvarpsþátt þar sem ég get skrifað upp texta og handrit og sagt þannig frá sönnum glæpatengdum málefnum ásamt því að deila mínum eigin skrifum, uppúr bókinni minni illverk. Hef virkilega gaman af því að segja ykkur sögur, kæru hlustendur og er ykkur gríðarlega þakklát fyrir að hlusta á illverk og styðja við bakið á mér.